Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1077, 135. löggjafarþing 516. mál: ráðstöfun andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls.
Lög nr. 48 29. maí 2008.

Lög um ráðstöfun andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls.


1. gr.

     Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs er heimilt að ráðstafa andvirði vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls á Jökuldal til félagslegra framkvæmda í sveitarfélaginu.
     Ráðstöfun andvirðis vatnsréttindanna skal háð samþykki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og vera samræmanleg hinum forna tilgangi kristfjárgjafa.

2. gr.

      Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 2008.