Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1284, 135. löggjafarþing 553. mál: rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl. (leyfisveitingarvald til Orkustofnunar).
Lög nr. 68 9. júní 2008.

Lög um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, með síðari breytingum, og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 33. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, 1. og 2. mgr., svohljóðandi:
     Iðnaðarráðherra getur falið Orkustofnun leyfisveitingarvald skv. 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 6. gr. að hluta eða öllu leyti. Fer Orkustofnun þá einnig með heimildir ráðherra skv. 1. mgr. 4. gr., 19. gr. og 20. gr.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar samkvæmt lögum þessum sæta kæru til iðnaðarráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð máls fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

II. KAFLI
Breyting á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, með síðari breytingum.

2. gr.

     Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi, og breytist greinatala samkvæmt því:
     Iðnaðarráðherra getur falið Orkustofnun leyfisveitingarvald skv. 2. og 3. gr. að hluta eða öllu leyti.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar samkvæmt lögum þessum sæta kæru til iðnaðarráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð máls fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2008.