Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1235, 135. löggjafarþing 539. mál: aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (aukið eftirlit og skráningarskylda).
Lög nr. 77 11. júní 2008.

Lög um breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.


1. gr.

     Í stað orðanna „a–d-lið 1. mgr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: a–e-lið 1. mgr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. 1. tölul. orðast svo:
  1. Peningaþvætti: Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
 2. Í stað orðanna „skv. 100. gr. a“ í 2. tölul. kemur: skv. 100. gr. a – 100. gr. c.
 3. Í stað orðanna „laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða“ í 2. málsl. a-liðar 4. tölul. kemur: laga um kauphallir.
 4. Við greinina bætast tveir nýir töluliðir, 7. og 8. tölul., svohljóðandi:
  1. Gjaldeyrisskiptastöð: Starfsemi þar sem í atvinnuskyni fer fram kaup og sala innlends og erlends gjaldeyris.
  2. Peninga- og verðmætasendingarþjónusta: Starfsemi þar sem í atvinnuskyni er á einum stað tekið við reiðufé, tékkum eða annars konar verðmætum sem eru ígildi peninga og andvirði þess er á öðrum stað greitt til viðtakanda í reiðufé eða ígildi peninga með aðstoð hvers kyns skilaboða, millifærslu eða í gegnum greiðslukerfi sem hlutaðeigandi peninga- og verðmætasendingarþjónusta á aðild að og sérstök lög gilda ekki um. Yfirfærsla sem framkvæmd er af peninga- og verðmætasendingarþjónustu getur farið um hendur eins eða fleiri milligönguaðila áður en lokagreiðsla á sér stað til móttakanda.


3. gr.

     Fyrirsögn 4. gr. laganna orðast svo: Tilvik er áreiðanleikakönnun skal fara fram.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 2.      Áður en samningssambandi er komið á eða áður en viðskipti eiga sér stað skal tilkynningarskyldur aðili gera kröfu um að nýr viðskiptamaður sanni á sér deili með eftirfarandi hætti:
  1. Einstaklingar: Með framvísun gildra persónuskilríkja sem gefin eru út af stjórnvöldum eða eru viðurkennd af stjórnvöldum.
  2. Lögaðilar: Með framlagningu vottorðs úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu eða sambærilegum upplýsingum. Prókúruhafar og aðrir þeir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavinar gagnvart fjármálafyrirtæki, þar með taldir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn, skulu sanna á sér deili. Jafnframt skulu aðilar sýna fram á að þeir séu réttilega að prókúru eða sérstakri heimild komnir.

       Tilkynningarskyldir aðilar skulu afla upplýsinga um raunverulegan eiganda, sbr. 4. tölul. 3. gr. Í tilvikum þar sem ekki er ljóst af framlögðum gögnum hver endanlegur móttakandi fjár verður skal krefjast frekari upplýsinga um það atriði.
 3. Á eftir 2. mgr., er verður 3. mgr., kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Tilkynningarskyldur aðili skal gera kröfu um að viðskiptamaður sem þegar er í viðskiptum sanni á sér deili skv. 1. mgr., hafi hann ekki þegar gert það.
 5. Í stað orðanna „varðveita ljósrit“ í 4. mgr., er verður 6. mgr., kemur: varðveita afrit. Í sömu málsgrein og í stað orðanna „viðskiptum lýkur“ kemur: viðskiptasambandi lýkur eða einstök viðskipti hafa átt sér stað.
 6. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Könnun á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn.


5. gr.

     Fyrirsögn 8. gr. laganna orðast svo: Tímabundin frestun á að sannreyna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn.

6. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Hafi þegar verið stofnað til viðskiptasambands skal þá þegar binda enda á það.

7. gr.

     Orðin „ef nauðsyn krefur“ í 1. mgr. 10. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „viðkomandi og“ í a-lið kemur: staðreyna.
 2. Á eftir orðunum „eftirlit gagnaðilans“ í b-lið kemur: og fullvissa sig.
 3. Í stað orðanna „viti deili á viðskiptamanni“ í e-lið kemur: hafi fullnægt skilyrðum 1. og 2. mgr. 5. gr. um áreiðanleikakönnun.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Breytist staða viðskiptamanns eftir að samningssambandi hefur verið komið á þannig að hann teljist einstaklingur í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla sinna á 1. mgr. jafnframt við. Skal þá þegar afla samþykkis frá yfirstjórn, sbr. b-lið 1. mgr., áður en viðskiptasambandi er haldið áfram.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „þegar um er að ræða“ kemur: nýja tækni.
 2. Orðin „ef þörf krefur“ falla brott.


11. gr.

     15. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Viðskiptamenn sem lúta einfaldaðri könnun á áreiðanleika.
     Þegar tilkynningarskyldur aðili hefur aflað fullnægjandi upplýsinga um að viðskiptamaður falli undir eftirfarandi er heimilt að beita einfaldaðri áreiðanleikakönnun:
 1. Lögaðilar sem taldir eru upp í a- og b-lið 1. mgr. 2. gr. og samsvarandi lögaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Sama gildir um eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem til eru gerðar kröfur sambærilegar við kröfur laga þessara.
 2. Félög sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir.
 3. Íslensk stjórnvöld.

     Við einfaldaða áreiðanleikakönnun gilda ekki ákvæði 5. og 6. gr. Ávallt skal þó skrá nafn einstaklings eða lögaðila, kennitölu og heimilisfang.

12. gr.

     Á eftir 15. gr. laganna kemur ný grein, 15. gr. a, svohljóðandi:
Tilvik þar sem beita má einfaldaðri könnun á áreiðanleika viðskiptamanna.
     Í eftirfarandi tilvikum er heimilt að beita einfaldaðri könnun á áreiðanleika viðskiptamanna, sbr. 2. mgr. 15. gr.:
 1. Þegar staðfest er að greiðsla fyrir viðskipti verði færð til skuldar á viðskiptareikningi á nafni viðskiptamanns í starfandi fjármálafyrirtæki eða samsvarandi lögaðila sem hlotið hefur starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu, nema grunur leiki á að viðskiptin tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka.
 2. Við gerð líftryggingarsamnings hjá fjármálastofnun, sem hlotið hefur starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu, ef árlegt iðgjald viðskiptamanns frá Evrópska efnahagssvæðinu er lægra en 1.000 evrur, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, eða ef um er að ræða eingreiðslu iðgjalds sem er lægri en 2.500 evrur, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Ef árlegt iðgjald er hækkað, þannig að það verði hærra en 1.000 evrur, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, skal krefjast framvísunar skilríkja, sbr. 5. gr.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „Tilkynningarskyldur aðili þarf ekki“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: áður en viðskipti hefjast.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Áður en upplýsingar eru fengnar skal tilkynningarskyldur aðili leitast við að tryggja að þriðji aðili fullnægi kröfum sambærilegum við þær sem gerðar eru í lögum þessum og lúti eftirliti sambærilegu við eftirlit með íslenskum fjármálafyrirtækjum.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningarskyldur aðili skal tryggja að þriðji aðili uppfylli þessa skyldu sína og gera um það skriflegan samning þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd upplýsingagjafarinnar.


14. gr.

     Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Einfölduð könnun á áreiðanleika viðskiptamanna.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „láta athuga gaumgæfilega öll viðskipti“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og fyrirhuguð viðskipti.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kanna skal bakgrunn og tilgang slíkra viðskipta að því marki sem unnt er.
 3. Á eftir orðinu „Samkvæmt“ í 2. mgr. kemur: skriflegri.
 4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er þörf á dómsúrskurði vegna upplýsingagjafar samkvæmt ákvæði þessu.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „sjá til þess að mótaðar séu samræmdar starfsaðferðir er stuðli að framkvæmd laganna“ í 2. málsl. kemur: hefur skilyrðislausan aðgang að áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, viðskiptum eða beiðnum um viðskipti ásamt öllum þeim gögnum er skipt geta máli vegna tilkynningar.
 2. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ábyrgðarmaður skal sjá til þess að mótaðar séu samræmdar starfsaðferðir er stuðli að góðri framkvæmd laganna.


17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. 2. málsl 1. mgr. orðast svo: Þar skal m.a. fjallað um áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, tilkynningarskyldu, varðveislu gagna og viðskipti sem krefjast sérstakrar varúðar.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Tilkynningarskyldir aðilar skulu sjá til þess að starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þjálfunin skal fara fram við upphaf starfs og reglulega á starfstímanum, til að tryggja að starfsmenn þekki skyldur tilkynningarskyldra aðila samkvæmt lögum þessum, áreiðanleikakönnun viðskiptamanna og tilkynningarskyldu ásamt því sem þeir fái upplýsingar um þróun innan málaflokksins og nýjustu aðferðir við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.


18. gr.

     Við 2. mgr. 24. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Séu lög og reglur sem beinast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka strangari í hinu erlenda ríki, þar sem útibú eða dótturfélag er staðsett, skal þeim fylgt.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „a–d-lið 1. mgr. 2. gr.“ kemur: a–e-lið 1. mgr. 2. gr.
 2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Neytendastofa hefur eftirlit með því að þeir sem falla undir j-lið 1. mgr. 2. gr. fari að ákvæðum laga þessara, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim og setur nánari reglur um framkvæmd eftirlitsins.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Fjármálaeftirlitið og Neytendastofa.


20. gr.

     Á eftir 25. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 25. gr. a og 25. gr. b, svohljóðandi:
     
     a. (25. gr. a.)
Skráning gjaldeyrisskiptastöðva og peninga- og verðmætasendingarþjónustu.
     Einstaklingar og lögaðilar sem starfrækja gjaldeyrisskiptastöð eða peninga- og verðmætasendingarþjónustu eru skráningarskyldir hjá Fjármálaeftirlitinu.
     Undanþegin skráningarskyldu eru fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki, sbr. a-lið 1. mgr. 2. gr.
     Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd og skilyrði skráningar og framkvæmd viðskipta.
     
     b. (25. gr. b.)
     Fjármálaeftirlitið skal neita um skráningu skv. 25. gr. a ef skráningarskyldir aðilar eða stjórnendur eða raunverulegir eigendur starfseminnar hafa á síðustu fimm árum verið úrskurðaðir gjaldþrota eða hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum þessum, löggjöf um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot, opinber gjöld eða þeim sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     Fjármálaeftirlitið skal fella skráðan aðila af skrá skv. 25. gr. a ef um skráningarskylda aðila eða stjórnendur eða raunverulega eigendur starfseminnar háttar svo sem um getur í 1. mgr.

21. gr.

     Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Eftirlit, skráningarskylda o.fl.

22. gr.

     Á eftir 1. mgr. 27. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Vanræki aðili skráningarskyldu skv. 25. gr. a, haldi hann starfsemi sinni áfram þrátt fyrir að hafa verið felldur út af skrá Fjármálaeftirlitsins eða vanræki hann að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð svo sem kveðið er á um í lögum þessum skal hann sæta sektum.

23. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.