Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1358, 135. löggjafarþing 651. mál: Viðlagatrygging Íslands (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 119 16. september 2008.

Lög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum.


1. gr.

     10. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Eigin áhætta vátryggðs.
     Eigin áhætta vátryggðs skal vera 5% af hverju tjóni, þó eigi lægri fjárhæð en hér segir:
  1. Vegna lausafjár, sem vátryggt er skv. 1. mgr. 5. gr., 20.000 kr.
  2. Vegna húseigna, sem vátryggðar eru skv. 1. mgr. 5. gr., 85.000 kr.
  3. Vegna mannvirkja, sem vátryggð eru skv. 2. mgr. 5. gr., 850.000 kr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laganna taka til tjóna sem verða frá 25. maí 2008.

Samþykkt á Alþingi 12. september 2008.