Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 194, 136. löggjafarþing 158. mál: tollalög (greiðsluaðlögun aðflutningsgjalda).
Lög nr. 130 17. nóvember 2008.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum heimilt að óska eftir því að fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda vegna uppgjörstímabilsins september til október 2008 verði sem hér segir:
  1. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 17. nóvember 2008.
  2. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 15. desember 2008.
  3. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á uppgjörstímabilinu skuli skila eigi síðar en 5. janúar 2009.

     Vextir vegna greiðslufrests aðflutningsgjalda sem veittur er skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr., þ.e. frá 17. nóvember til 15. desember 2008 og frá 17. nóvember til 5. janúar 2009, skulu vera almennir meðaltalsvextir, sbr. II. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, á viðkomandi tímabili.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. nóvember 2008.