Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 269, 136. löggjafarþing 94. mál: niðurlagning úrskurðarnefnda á sviði siglingamála.
Lög nr. 139 10. desember 2008.

Lög um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála.


Breyting á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum.

1. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Ákvörðunum Siglingastofnunar Íslands samkvæmt lögum þessum má skjóta til samgönguráðherra. Um málsmeðferð fer samkvæmt stjórnsýslulögum.

Breyting á lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003.

2. gr.

     24. gr. laganna orðast svo:
     Útgerðarmaður og skipstjóri geta kært farbann til samgönguráðherra. Telji ráðherra að sérkunnáttu þurfi til að skera úr um málið getur hann kvatt til einn eða tvo ráðgjafa sem hafa slíka sérkunnáttu. Um málsmeðferð að öðru leyti fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Málshöfðun til ógildingar á úrskurði ráðuneytis frestar ekki réttaráhrifum hans.

3. gr.

     25. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „farbannsnefndar skv. 24. og 25. gr.“ í 27. gr. laganna kemur: ráðuneytis.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2008.