Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 347, 136. löggjafarþing 206. mál: búnaðargjald (nýr staðall um atvinnugreinaflokkun).
Lög nr. 145 16. desember 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald.


1. gr.

     Í stað orðanna „sbr. ÍSAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02“ í 2. gr. laganna kemur: sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2008.