Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 631, 136. löggjafarþing 317. mál: leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis (umsagnarréttur sveitarfélaga).
Lög nr. 8 5. mars 2009.

Lög um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 4. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal Orkustofnun leita umsagnar viðeigandi sveitarfélaga ef sótt er um leyfi á svæði sem er innan 1 sjómílu frá netlögum.

2. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 2009.