Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 756, 136. löggjafarþing 405. mál: kosningar til Alþingis (frestir, mörk kjördæma o.fl.).
Lög nr. 16 19. mars 2009.

Lög um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „og umboðsmaður Alþingis“ í 2. málsl. 4. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur“ í 1. tölul. kemur: Hvalfjarðarsveit.
 2. Í stað orðanna „Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Borgarbyggð, Kolbeinsstaðahreppur“ í 1. tölul. kemur: Borgarbyggð.
 3. Orðið „Saurbæjarhreppur“ í 1. tölul. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „Hólmavíkurhreppur, Broddaneshreppur“ í 1. tölul. kemur: Strandabyggð.
 5. Í stað orðanna „Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur“ í 1. tölul. kemur: Húnavatnshreppur.
 6. Orðin „Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Höfðahreppur“ í 1. tölul. falla brott.
 7. Á eftir orðinu „Skagabyggð“ í 1. tölul. kemur: Sveitarfélagið Skagaströnd.
 8. Í stað orðanna „Siglufjarðarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær“ í 2. tölul. kemur: Fjallabyggð.
 9. Orðið „Hríseyjarhreppur“ í 2. tölul. fellur brott.
 10. Í stað orðanna „Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær“ í 2. tölul. kemur: Norðurþing.
 11. Orðin „Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur“ í 2. tölul. falla brott.
 12. Í stað orðanna „Þórshafnarhreppur, Skeggjastaðahreppur“ í 2. tölul. kemur: Langanesbyggð.
 13. Í stað orðsins „Norður-Hérað“ í 2. tölul. kemur: Fljótsdalshérað.
 14. Orðin „Fellahreppur, Austur-Hérað“ í 2. tölul. falla brott.
 15. Orðin „Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur“ í 2. tölul. falla brott.
 16. Í stað orðsins „Gaulverjabæjarhreppur“ í 3. tölul. kemur: Flóahreppur.
 17. Orðin „Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur“ í 3. tölul. falla brott.
 18. Í stað orðsins „Grindavíkurkaupstaður“ í 3. tölul. kemur: Grindavíkurbær.
 19. Í stað orðsins „Gerðahreppur“ í 3. tölul. kemur: Sveitarfélagið Garður.
 20. Í stað orðsins „Vatnsleysustrandarhreppur“ í 3. tölul. kemur: Sveitarfélagið Vogar.
 21. Í stað orðsins „Bessastaðahreppur“ í 4. tölul. kemur: Sveitarfélagið Álftanes.


3. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:
     Við útreikning skv. 1. mgr. skal fyrst miða við fjölda þingsæta í kjördæmum skv. 1. mgr. 8. gr. Ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi skal færa eitt kjördæmissæti frá því kjördæmi sem hefur fæsta kjósendur að baki hverju þingsæti til þess kjördæmis sem hefur flesta kjósendur að baki hverju þingsæti. Að því loknu er fjöldi kjósenda að baki hverjum þingmanni reiknaður að nýju miðað við þessa breytingu og kjördæmissæti fært milli kjördæma svo oft sem þörf krefur þar til hlutfall kjósenda að baki hverju þingsæti fer hvergi yfir þau mörk sem koma fram í 1. mgr.

4. gr.

     Í stað orðanna „kjörstjórn, hverfis- eða yfirkjörstjórn“ í 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: hverfiskjörstjórn.

5. gr.

     Í stað orðanna „framangreind ákvæði“ í fyrri málslið 1. mgr. 101. gr. laganna kemur: einn eða fleiri stafliði 100. gr.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Við fyrirhugaðar kosningar 25. apríl 2009 gilda eftirfarandi reglur um fresti:
 1. Miða skal við íbúaskrá þjóðskrár fjórum vikum fyrir kjördag í stað fimm vikna skv. 1. mgr. 7. gr., a-lið 1. mgr. 23. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna. Sama á við þegar önnur ákvæði laganna vísa til þessara ákvæða.
 2. Kjörskrá skal leggja fram almenningi til sýnis átta dögum fyrir kjördag í stað tíu daga skv. 1. mgr. 26. gr. laganna.
 3. Landskjörstjórn skal birta auglýsingu um mörk kjördæmanna í Reykjavík skv. 2. mgr. 7. gr. laganna eigi síðar en þremur vikum fyrir kjördag í stað fjögurra vikna.
 4. Frestur til að tilkynna framboð skv. 1. mgr. 30. gr. laganna er til kl. 12 á hádegi 11 dögum fyrir kjördag.
 5. Auglýsingar á framboðum skv. 2. mgr. 44. gr. laganna skulu birtast eigi síðar en fimm dögum fyrir kjördag.


Samþykkt á Alþingi 18. mars 2009.