Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 850, 136. löggjafarþing 376. mál: atvinnuleysistryggingar (hlutaatvinnuleysisbætur, auknar upplýsingar, eftirlit o.fl.).
Lög nr. 37 3. apríl 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.


1. gr.

     B- og c-liður 3. gr. laganna orðast svo:
 1. Sjálfstætt starfandi einstaklingur: Hver sá sem starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í því umfangi að honum sjálfum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum fjármálaráðherra, skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns.
 2. Nám: Samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við nám á háskólastigi og það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.


2. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

3. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. og 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ þrívegis í 2. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 5. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.


5. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ þrívegis í 2. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 4. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 5. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
 2.      Sá er fær greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli umsóknar skv. 1. mgr. skal upplýsa Vinnumálastofnun um allar þær breytingar sem kunna að verða á högum hans á því tímabili sem hann fær greiddar atvinnuleysisbætur eða annað það sem kann að hafa áhrif á rétt hans samkvæmt lögum þessum, svo sem um námsþátttöku, tekjur sem hann fær fyrir tilfallandi vinnu og hversu lengi vinnan stendur yfir.
 3. 3. mgr., sem verður 4. mgr., orðast svo:
 4.      Skattyfirvöld, Tryggingastofnun ríkisins, sjúkratryggingastofnunin, Innheimtustofnun sveitarfélaga, hlutaðeigandi lífeyrissjóðir, viðurkenndar menntastofnanir innan hins almenna menntakerfis og skólar á háskólastigi skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ tvívegis í 1. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 5. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.


9. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 5. mgr. 14. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 5. mgr. orðast svo:
 2.      Verkfall eða verkbann sem tekur til starfa launamanns á ávinnslutímabilinu telst til starfstíma á því tímabili. Við mat á starfshlutfalli launamanns í verkfalli eða verkbanni skal miða við starfshlutfall hans í almanaksmánuðinum áður en verkfall eða verkbann hófst.
 3. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 10. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.


11. gr.

     Við 2. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar staðreyna skal starfshlutfall hins tryggða sem tilgreint er í vottorði vinnuveitanda skv. 1. mgr. skal Vinnumálastofnun meðal annars líta til þess hvort laun hins tryggða hafi verið í samræmi við tilgreint starfshlutfall á ávinnslutímabilinu og skal þá miða við ákvæði gildandi kjarasamnings í viðkomandi starfsgrein á því svæði sem hinn tryggði starfaði eða eftir atvikum viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra fyrir reiknað endurgjald í viðkomandi starfsgrein.

12. gr.

     Í stað orðanna „3. mgr. 19. gr.“ í g-lið 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 5. mgr. 19. gr.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
 1. Í stað 1. og 2. mgr. koma fjórar nýjar málsgreinar sem orðast svo:
 2.      Sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. b-lið 3. gr., telst að fullu tryggður samkvæmt lögum þessum eftir að hafa greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein og tryggingagjald samfellt á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum, sbr. þó einnig 4. og 6. mgr.
       Sjálfstætt starfandi einstaklingur, sem greitt hefur mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein og tryggingagjald skemur en tólf mánuði en þó lengur en þrjá mánuði á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar, telst tryggður hlutfallslega í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hann hefur greitt staðgreiðsluskatt að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum, sbr. þó einnig 4. og 6. mgr. Hið sama gildir um sjálfstætt starfandi einstakling sem hefur greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi sem er lægra en viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein og tryggingagjald á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar en þá ákvarðast tryggingahlutfall hans af hlutfalli fjárhæðar reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið af og viðmiðunarfjárhæðar, sbr. þó einnig 4. og 6. mgr.
       Til að reikna út tryggingahlutfall sjálfstætt starfandi einstaklings sem greiðir staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjald einu sinni á ári skal finna mánaðarlegar meðaltekjur hins tryggða í formi reiknaðs endurgjalds yfir síðasta tekjuár áður en að hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar. Telst hann að fullu tryggður samkvæmt lögum þessum hafi hann greitt staðgreiðsluskatt af mánaðarlegum meðaltekjum á síðasta tekjuári sem nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra fyrir viðkomandi starfsgrein í hverjum mánuði og tryggingagjald. Hafi hann greitt staðgreiðsluskatt af mánaðarlegum meðaltekjum á sama tímabili sem eru lægri en viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein í hverjum mánuði skal tryggingahlutfall hans ákvarðast af hlutfalli fjárhæðar reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið af og viðmiðunarfjárhæðar, sbr. þó einnig 4. og 6. mgr.
       Sjálfstætt starfandi einstaklingur sem greiðir mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi sem er lægra en 25% af viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar telst ekki tryggður samkvæmt lögum þessum. Hið sama gildir um sjálfstætt starfandi einstakling sem greiðir staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi einu sinni á ári sem er að meðaltali lægra en 25% af viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein í hverjum mánuði á síðasta tekjuári áður en hann sótti um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar.
 3. 4. og 5. málsl. 3. mgr., sem verður 5. mgr., falla brott.
 4. 4. mgr., sem verður 6. mgr., orðast svo:
 5.      Tryggingahlutfall sjálfstætt starfandi einstaklings getur þó aldrei orðið hærra en sem nemur því starfshlutfalli sem hann er reiðubúinn að ráða sig til, sbr. 4. mgr. 14. gr.
 6. 5. mgr. fellur brott.
 7. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 9. mgr., sem verður 10. mgr., kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.


14. gr.

     Við 1. mgr. 23. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við þegar sá sem telst tryggður samkvæmt lögum þessum tekur ólaunað leyfi frá störfum samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sama á við um sjálfstætt starfandi einstakling, sbr. b-lið 3. gr., sem greiðir staðgreiðsluskatt af lægra reiknuðu endurgjaldi en áður sem jafnframt er lægra en viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra í viðkomandi starfsgrein, sbr. 2. mgr. 19. gr., eða ræður sig til starfa sem launamaður í hlutastarf, sbr. 22. gr.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama á við um þann tíma er sjálfstætt starfandi einstaklingur greiðir staðgreiðsluskatt af hærra reiknuðu endurgjaldi þannig að hann greiðir af sömu eða hærri fjárhæð en áður.
 3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á sama hátt fyrir sjálfstætt starfandi einstakling skal líta til þeirra tólf mánaða sem hinn tryggði greiddi staðgreiðsluskatt af hæsta reiknaða endurgjaldi á síðustu 36 mánuðum fyrir móttöku umsóknar.


16. gr.

     Á eftir 24. gr. laganna kemur ný grein, 24. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Fæðingarorlof.
     Sá sem telst tryggður samkvæmt lögum þessum og tekur fæðingarorlof samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu í allt að 24 mánuði frá þeim degi er hann sannanlega hóf töku fæðingarorlofs.
     Sá tími sem hinn tryggði starfar á innlendum vinnumarkaði á tímabilinu skv. 1. mgr. telst til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. eftir því sem við á.
     Við útreikninga á ávinnslutímabili skv. 15. eða 19. gr. þegar kemur til geymdrar atvinnuleysistryggingar skal líta til síðustu tólf mánaða sem hinn tryggði hefur starfað á innlendum vinnumarkaði á síðustu 36 mánuðum fyrir móttöku umsóknar enda leiði ekki annað af lögum þessum.
     Sæki hinn tryggði ekki um atvinnuleysisbætur innan 24 mánaða frá þeim degi er hann sannanlega hvarf af vinnumarkaði fellur réttur hans til að geyma atvinnuleysistrygginguna niður.
     Ákvæði þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum eða samkvæmt ákvæðum VIII. kafla fyrir sama tímabil.

17. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr. 33. gr. laganna kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

18. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 2. mgr. 36. gr. laganna kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

19. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 4. mgr. 39. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

20. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 6. mgr. 42. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „telst ekki tryggður“ í 1. mgr. kemur: samkvæmt lögum þessum.
 2. 3. mgr. orðast svo:
 3.      Vinnumálastofnun skal meta sérstaklega hvort sá er stundar nám í framhaldsskóla eða háskóla uppfylli skilyrði laganna þrátt fyrir námið enda um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Umsækjandi um atvinnuleysisbætur skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun um námshlutfallið.


22. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 62. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

23. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 63. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

24. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 64. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða V í lögunum:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli skv. 17. og 22. gr. skulu föst laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall ekki koma til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. enda hafi fyrra starfshlutfall verið lækkað um 10% hið minnsta og hinn tryggði haldið að lágmarki 50% starfshlutfalli. Á þetta við hvort sem hinn tryggði fær greiddar tekjutengdar atvinnuleysisbætur eða grunnatvinnuleysisbætur skv. 33. gr. Aðrar greiðslur sem hinn tryggði kann að fá fyrir sama tímabil frá vinnuveitanda skulu koma til frádráttar greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði án tillits til frítekjumarks skv. 2. mgr. 36. gr. Hið sama gildir um greiðslur frá öðrum aðilum en vinnuveitanda.
 3. 4. mgr. orðast svo:
 4.      Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum og gögnum frá viðkomandi vinnuveitanda hafi hinn tryggði misst starf sitt að hluta vegna samdráttar í starfsemi vinnuveitanda sem hann starfar hjá vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði þar sem fram komi nánari rökstuðningur fyrir samdrætti í starfseminni, svo sem fækkun verkefna eða samdráttur í þjónustu. Skal þá trúnaðarmaður stéttarfélags eða fulltrúi starfsmanna þar sem trúnaðarmaður er ekki til staðar staðfesta upplýsingarnar og gögnin.
 5. Í stað orðanna „1. maí“ í 5. mgr. kemur: 31. desember.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum:
 1. Við 2. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar tilfallandi verkefni stendur yfir í lengri tíma en einn mánuð en endurgjaldið fyrir verkefnið er greitt einu sinni eða óreglulega skal dreifa tekjunum jafnt yfir tímabilið sem verkefnið stóð yfir og koma þær þannig til frádráttar atvinnuleysisbótum hins tryggða á því tímabili að teknu tilliti til frítekjumarks skv. 2. málsl. í hverjum mánuði. Vinnumálastofnun skal meta hvort verkefni geti talist tilfallandi og hvort um verulegan samdrátt er að ræða í rekstri sjálfstætt starfandi einstaklings. Við matið skal stofnunin þá meðal annars líta til viðmiðunarfjárhæða fjármálaráðherra fyrir reiknað endurgjald í viðkomandi starfsgrein sem og reksturs hlutaðeigandi á allt að þremur síðustu tekjuárum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til stofnunarinnar.
 2. Í stað orðanna „1. maí“ í 4. mgr. kemur: 31. desember.


27. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þær breytingar sem mælt er fyrir um í lögum þessum skulu ekki gilda um þá sem þegar fá greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði við gildistöku laga þessara, nema breytingarnar leiði til betri réttar fyrir hinn tryggða og skal hann þá óska leiðréttingar á greiðslum úr sjóðnum hjá Vinnumálastofnun fyrir 1. júní 2009. Ákvæði 24. gr. skal þó gilda um alla þá sem nýta sér heimild 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögunum eftir gildistöku laga þessara.

28. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. mars 2009.