Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 791, 136. löggjafarþing 390. mál: leikskólar og grunnskólar (réttur forsjárlausra foreldra til upplýsinga).
Lög nr. 38 3. apríl 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 90/2008, um leikskóla, og lögum nr. 91/2008, um grunnskóla.


Breyting á lögum nr. 90/2008, um leikskóla.

1. gr.

     Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um rétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns til upplýsinga um barn sitt samkvæmt þessum lögum fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003.

Breyting á lögum nr. 91/2008, um grunnskóla.

2. gr.

     Við 2. mgr. 18. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um rétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns til upplýsinga um barn sitt samkvæmt þessum lögum fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. mars 2009.