Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 290, 137. löggjafarþing 83. mál: náms- og starfsráðgjafar (útgáfa leyfisbréfa).
Lög nr. 77 27. júlí 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 35/2009, um náms- og starfsráðgjafa.


1. gr.

     Við 4. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að fela háskólum, sem hlotið hafa viðurkenningu á grundvelli laga um háskóla og sinna menntun náms- og starfsráðgjafa eftir samningi við ráðuneytið, að annast útgáfu leyfisbréfa samkvæmt lögum þessum. Ráðherra getur enn fremur veitt öðrum þar til bærum aðila slíka heimild.
     Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli um fyrirkomulag og útgáfu leyfisbréfa í reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. júlí 2009.