Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 458, 138. löggjafarþing 56. mál: aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (áreiðanleiki upplýsinga, gildissvið laganna o.fl., EES-reglur).
Lög nr. 116 21. desember 2009.

Lög um breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. H-liður 1. mgr. fellur brott.
  2. K-liður 1. mgr. orðast svo: Aðilar á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu, sbr. skilgreiningu í 3. gr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. tölul. 3. gr. laganna:
  1. Fyrirsögn orðskýringarinnar orðast svo: Aðili á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu.
  2. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: skattaráðgjöf.


3. gr.

     Á eftir orðunum „skv. 1. mgr.“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: og afli upplýsinga um raunverulegan eiganda skv. 2. mgr.

4. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Auk þeirra tilvika sem nefnd eru í III. kafla, um auknar kröfur til könnunar á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamann, er tilkynningarskyldum aðila ávallt skylt að gera auknar kröfur til könnunar á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamann þegar aðstæður eru í eðli sínu þannig að aukin hætta er, samkvæmt áhættumati, á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Skal þá, við stofnun samningssambands eða áður en millifærsla er framkvæmd, aflað viðbótargagna um viðskiptamann og þess krafist að fyrsta færsla verði framkvæmd í nafni viðkomandi viðskiptamanns og af reikningi er hann hefur sjálfur stofnað til í starfandi fjármálafyrirtæki.

5. gr.

     Fyrri málsliður a-liðar 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Lögaðilar sem falla undir a-lið 1. mgr. 2. gr., líftryggingafélög og samsvarandi lögaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu.

6. gr.

     Í stað orðanna „g–i-lið 1. mgr. 2. gr.“ í síðari málslið 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: g-lið 1. mgr. 2. gr. og þeir sem nefndir eru í k-lið sömu málsgreinar þegar þeir veita þjónustu skv. f-lið 6. tölul. 3. gr.

7. gr.

     Við 2. mgr. 23. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stundi einstaklingur sérfræðistörf, sem launamaður, hjá tilkynningarskyldum aðila skulu skyldur þær sem greinin kveður á um eiga við um hinn tilkynningarskylda aðila en ekki um viðkomandi launamann.

8. gr.

     3. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:
     Aðilar sem tilgreindir eru í a–c-lið 1. mgr. 2. gr. skulu sjá til þess að útibú þeirra og dótturfélög í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins setji sér skriflegar innri reglur sambærilegar þeim sem krafist er í 1. mgr. 23. gr.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
  1. 1. tölul. fellur brott.
  2. Við bætist nýr töluliður sem orðast svo: sérstakar reglur um bann við því að tilkynningarskyldir aðilar miðli upplýsingum til einstaklinga eða lögaðila sem hafa tengsl við ríki eða ríkjasvæði sem ekki hafa sambærilegar reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lög þessi mæla fyrir um.


10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2009.