Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 588, 138. löggjafarþing 93. mál: þjóðgarðurinn á Þingvöllum (undanþága frá lögum um frístundabyggð).
Lög nr. 140 29. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „þings“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: kjörtímabils.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Þjóðgarðurinn er að öllu leyti undanþeginn lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þingvallanefnd sem nú situr skal halda umboði sínu þar til ný nefnd hefur verið kjörin eftir næstu alþingiskosningar.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2009.