Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 562, 138. löggjafarþing 307. mál: dómstólar (tímabundin fjölgun dómara).
Lög nr. 147 30. desember 2009.

Lög um breyting á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist ný grein, sem verður 43. gr., svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 12. gr. skal tala héraðsdómara frá gildistöku laga þessara vera 43, en ekki skal skipa í embætti héraðsdómara, sem losna eftir 1. janúar 2013, fyrr en þess gerist þörf til að ná þeirri tölu, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 12. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2009.