Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1192, 138. löggjafarþing 495. mál: tæknifrjóvgun (gjafaegg og gjafasæði).
Lög nr. 55 10. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.


1. gr.

     Í stað 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé frjósemi beggja maka eða einhleyprar konu skert er heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Þá er ætíð heimilt að nota gjafasæði sé um að ræða einhleypa konu eða konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „eða eiginkonu eða sambýliskonu karlmannsins sem lagði til sæðisfrumur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: eða fékk þær að gjöf til notkunar við glasafrjóvgun.
  2. Í stað orðanna „sem leggja kynfrumurnar til“ í 2. mgr. kemur: sem lögðu kynfrumurnar til eða fengu þær að gjöf til notkunar við glasafrjóvgun.
  3. Við 3. mgr. bætist: eða fengu þær að gjöf til notkunar við glasafrjóvgun.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2010.