Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1265, 138. löggjafarþing 554. mál: atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur (gildistími ákvæðis um hlutfallslegar atvinnuleysisbætur o.fl.).
Lög nr. 70 22. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um húsaleigubætur.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.

1. gr.

     Orðin „og séreignarsjóðum“ í 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Í stað orðanna „í a.m.k. þrjá mánuði“ í fyrri málslið 3. mgr. 47. gr. laganna kemur: a.m.k. síðasta mánuðinn.

3. gr.

     Á eftir 63. gr. laganna kemur ný grein, 63. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Milliríkjasamningar.
     Við framkvæmd laga þessara skal tekið tillit til milliríkjasamninga á sviði almannatrygg inga og félagsmála sem Ísland er aðili að.

4. gr.

     Í stað orðanna „30. júní 2010“ í 7. mgr. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum kemur: 31. desember 2010.

5. gr.

     Í stað orðanna „30. júní 2010“ í 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögunum kemur: 31. desember 2010.

6. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum verður svohljóðandi:
     Atvinnuleysistryggingasjóður skal endurgreiða þeim atvinnuleitendum sem hafa fengið skertar atvinnuleysisbætur eftir 1. mars 2009 vegna elli- og örorkulífeyrisgreiðslna úr séreignarlífeyrissjóðum á grundvelli laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, sem nemur fjárhæð skerðingarinnar. Skilyrði er að viðkomandi atvinnuleitendur hafi óskað eftir endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði fyrir 1. september 2010.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.

7. gr.

     Við 2. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þá teljast elli- og örorkulífeyrisgreiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum á grundvelli laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, ekki til tekna skv. 1. mgr.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2010.