Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1374, 138. löggjafarþing 576. mál: upprunaábyrgð á raforku (EES-reglur).
Lög nr. 80 24. júní 2010.

Lög um breyting á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Samvinnsla raf- og varmaorku: Samhliða vinnsla raforku, varmaorku og/eða vélrænnar orku í einu og sama vinnsluferlinu sem uppfyllir viðmiðanir um góða orkunýtni.
  2. Upprunaábyrgð á raforku frá samvinnslu: Staðfesting á að raforka sé framleidd með samvinnslu sem hefur góða orkunýtni samkvæmt viðmiðunum sem Orkustofnun setur.


2. gr.

     Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætist: og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB frá 11. febrúar 2004 um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/77/EB frá 27. september 2001 um að auka framleiðslu rafmagns með endurnýjanlegum orkugjöfum til notkunar á innri raforkumarkaði“ í 6. tölul. kemur: viðeigandi tilskipunar sem er hluti af EES-samningnum.
  2. Við greinina bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Lægra brennslugildi eldsneytis þess orkugjafa, sem raforkan er framleidd með, og hvernig varmi, sem verður til um leið og raforkan, er notaður.
    2. Magn raforku sem kemur frá samvinnslu með góða orkunýtni sem ábyrgðin tekur til.
    3. Sparnað frumorku sem er reiknaður út í samræmi við viðmiðanir um góða orkunýtni.


4. gr.

     Á eftir orðunum „endurnýjanlegum orkugjöfum“ hvarvetna í 1., 3., 4., 5., 7. og 8. gr. laganna, nema í lokamálslið 1. mgr. 4. gr., kemur: eða samvinnslu raf- og varmaorku.

5. gr.

     Lög þessi fela í sér innleiðingu á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB frá 11. febrúar 2004 um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE, að því er varðar upprunaábyrgðir vegna samvinnslu raf- og varmaorku í aflstöðvum öðrum en jarðvarmavirkjunum.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2010.