Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1380, 138. löggjafarþing 556. mál: réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum (EES-reglur, aukin vernd launamanna).
Lög nr. 81 24. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist: til annars vinnuveitanda á grundvelli framsals eða samruna.

2. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist: þar á meðal vanefndir framseljanda á skyldum sínum fyrir aðilaskiptin.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2010.