Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1338, 138. löggjafarþing 543. mál: geislavarnir (bann við afnotum ungmenna af sólarlömpum).
Lög nr. 82 24. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
  2.      Einstaklingum yngri en 18 ára eru óheimil afnot af sólarlömpum, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, á stöðum sem starfsleyfi hafa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð. Um eftirlit, þvingunarúrræði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
  3. Við 2. mgr. bætist: og öðrum takmörkunum.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Samþykkt á Alþingi 14. júní 2010.