Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 665, 139. löggjafarþing 204. mál: raforkulög (frestun gildistöku ákvæðis um aðgreiningu samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi).
Lög nr. 148 22. desember 2010.

Lög um breyting á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (frestun gildistöku ákvæðis um aðgreiningu samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi).


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum orðast svo:
     Ákvæði 2.–4. málsl. 1. mgr. 14. gr. koma til framkvæmda 1. janúar 2012.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2010.