Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 780, 139. löggjafarþing 203. mál: umgengni um nytjastofna sjávar (skil á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum).
Lög nr. 9 10. febrúar 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Kaupandi afla“ í 1. mgr. kemur: Aðili sem stundar viðskipti með afla.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Aðilar sem stunda viðskipti með afla og forsvarsmenn útgerða vegna viðskipta með afla eða afurðir vinnsluskipa skulu fylla út og skila skýrslum um ráðstöfun afla í því formi og með þeim hætti er ráðuneytið ákveður.
  4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  5.      Hver sá sem vanrækir að veita Fiskistofu upplýsingar skv. 2. mgr. skal sæta dagsektum. Dagsektir geta numið allt að 25.000 kr. á dag eftir eðli og umfangi brots. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Dagsektir eru aðfararhæfar og greiðast í ríkissjóð.
         Ákvörðun um dagsektir má kæra til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að hún er tilkynnt þeim sem hún beinist að. Dagsektir reiknast ekki fyrr en kærufrestur er liðinn. Ef ákvörðun er kærð til ráðuneytisins falla dagsektir ekki á fyrr en niðurstaða ráðuneytisins liggur fyrir.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. febrúar 2011.