Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1313, 139. löggjafarþing 624. mál: stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur (fyrirkomulag eigendaábyrgða).
Lög nr. 39 20. apríl 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Komi fram beiðni um greiðslustöðvun, nauðasamninga eða gjaldþrotaskipti skulu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti, eins og þau eru á hverjum tíma, eiga við um Orkuveitu Reykjavíkur með sama hætti og um félag með takmarkaða ábyrgð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. apríl 2011.