Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1776, 139. löggjafarþing 768. mál: brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.
Lög nr. 89 23. júní 2011.

Lög um brottfall laga nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.


1. gr.

      Lög nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., falla brott.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.