Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 641, 140. löggjafarþing 405. mál: fjarskipti (gjaldtaka).
Lög nr. 163 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Við úthlutun á tíðniréttindum á 791–821 / 832–862 MHz skal fram til 31. desember 2013 taka gjald sem nemur 3.000.000 kr. fyrir hvert úthlutað MHz af tíðnisviði. Gjaldið miðast við að tíðniréttindin séu gefin út til 15 ára. Sé tíðniréttindum úthlutað til lengri eða skemmri tíma skal greiða hlutfallslega í samræmi við það. Verði réttindum á tíðnisviðinu úthlutað með uppboðsaðferð skal gjald samkvæmt ákvæði þessu skoðast sem lágmarksboð. Gjaldið skal renna til fjarskiptasjóðs.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.