Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 619, 140. löggjafarþing 347. mál: eftirlit með skipum (hækkun gjaldskrár).
Lög nr. 169 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2003, um eftirlit með skipum (hækkun skipaeftirlitsgjalda).


1. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna orðast svo: Eigandi skips skal greiða árlega í ríkissjóð sérstakt gjald, skipagjald, af hverju skipi sem skráð er á aðalskipaskrá eins og hér segir:
Skráningarlengd skips Árlegt gjald (í kr.)
< 8 metrar 10.940
8–15 metrar 19.600
15–24 metrar 43.750
24–45 metrar 86.800
45–60 metrar 143.300
≥ 60 metrar 189.700


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.