Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 621, 140. löggjafarþing 378. mál: opinberir háskólar.
Lög nr. 171 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008, með síðari breytingum (hækkun skrásetningargjalda).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 24. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „45.000 kr.“ í a-lið kemur: 60.000 kr.
  2. Við málsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Háskóla er heimilt að skipta innheimtu skrásetningargjalds skv. a-lið hlutfallslega yfir skólaárið.


2. gr.

     Lög þessi taka gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.