Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 747, 140. löggjafarþing 221. mál: rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu og eignarréttur á auðlindum hafsbotnsins (heiti ráðherra).
Lög nr. 10 13. febrúar 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, og lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.


1. gr.

Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.
     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 1. málsl. 1. mgr. 6. gr., 1. málsl. 19. gr., 1. málsl. 28. gr., fyrra sinni í 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.

2. gr.

Breyting á lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, með síðari breytingum.
     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. og 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. febrúar 2012.