Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 782, 141. löggjafarþing 459. mál: svæðisbundin flutningsjöfnun (gildistími og framkvæmd styrkveitinga).
Lög nr. 128 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun (gildistími og framkvæmd styrkveitinga).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. mgr. kemur: Byggðastofnunar.
  2. Í stað orðsins „Ráðuneytið“ í 2. mgr. kemur: Byggðastofnun.


2. gr.

     Í stað orðanna „31. desember 2012“ í 11. gr. laganna kemur: 31. desember 2013.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.