Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 783, 141. löggjafarþing 448. mál: búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (leiðbeiningarþjónusta, búvörusamningar o.fl.).
Lög nr. 129 28. desember 2012.

Lög um breytingu á búnaðarlögum og lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (leiðbeiningarþjónusta, búvörusamningar o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „eins búnaðarsambands eða fleiri“ í 4. tölul. kemur: Bændasamtaka Íslands.
 2. 11. tölul. orðast svo: Landsráðunautur eða fagstjóri er ráðunautur sem hefur yfirumsjón með leiðbeiningum á sínu sviði á landsvísu.
 3. 12. tölul. fellur brott.


2. gr.

     Í stað orðsins „leiðbeiningarmiðstöðvar“ í 8. gr. laganna kemur: leiðbeiningarmiðstöð.

3. gr.

     Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Allir bændur eiga rétt á leiðbeiningarþjónustu samkvæmt lögum þessum.

4. gr.

     18. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Leiðbeiningar.
     Hjá leiðbeiningarmiðstöð starfa ráðunautar sem sinna faglegum leiðbeiningum fyrir bændur undir faglegri umsjón Bændasamtaka Íslands. Þeir annast eftirlit með búfjárrækt og kynbótum í þeim greinum sem lög þessi taka til. Þeir annast einnig eftirlit með jarðabótum og úttekt jarðabóta eftir því sem við á, sbr. 8. gr.
     Ráðunautar skulu hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða öðrum fræðigreinum eftir því sem við getur átt eða hafa menntun og starfsreynslu sem stjórn Bændasamtaka Íslands metur jafngilda.
     Landsráðunautar eða fagstjórar skulu starfa í einstökum búgreinum eða fagsviðum eftir því sem um er samið skv. 1. mgr. 3. gr. og fjárveiting heimilar. Þeir hafa yfirumsjón með leiðbeiningum, kynbótum og ræktun í viðkomandi búgrein.
     Landsráðunautar eða fagstjórar skulu hafa lokið háskólaprófi í búfræðum og hafa lokið sérnámi á sínu starfssviði eða hafa menntun og starfsreynslu sem stjórn Bændasamtaka Íslands metur jafngilda.

II. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað ártalsins „2015“ í 1. mgr. 37. gr., 1. mgr. 41. gr. og fyrirsögn IX. kafla laganna kemur: 2017.

6. gr.

     Í stað ártalsins „2014“ í 3. mgr. 53. gr. og fyrirsögn X. kafla laganna kemur: 2016.

7. gr.

     Í stað ártalsins „2011“ í fyrirsögn XI. kafla laganna kemur: 2015.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða T í lögunum:
 1. Orðin „um tvö ár“ í 6. málsl. falla brott.
 2. Í stað ártalsins „2015“ í 6. og 8. málsl. kemur: 2017.
 3. Í stað ártalsins „2014“ í 7. málsl. kemur: 2016.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða W í lögunum:
 1. Í stað ártalsins „2014“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2016.
 2. Á eftir orðunum „öskufalls eða jökulflóða“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: vegna óvenjulegs veðurfars.
 3. Í stað orðanna „enda sé a.m.k. annað þessara skilyrða einnig uppfyllt“ í 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Með sama fororði er heimilt að greiða beingreiðslur til lögbýlis vegna ráðstafana sem ráðherra hefur fyrirskipað fyrir árslok 2012 til útrýmingar á sjúkdómi. Greiðslur samkvæmt þessu ákvæði eru þó aðeins heimilar ef a.m.k. annað eftirgreindra skilyrða er uppfyllt.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða X í lögunum:
 1. Í stað orðanna „og 2014“ í 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. kemur: 2014, 2015 og 2016.
 2. Á eftir orðunum „öskufalls eða jökulflóða“ í 1. mgr. kemur: vegna óvenjulegs veðurfars.
 3. Í stað ártalanna „2007–2010“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 2008–2011.


11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.