Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 858, 141. löggjafarþing 475. mál: dómstólar (fjöldi dómara).
Lög nr. 138 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum (fjöldi dómara).


1. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Varadómari skal fullnægja skilyrðum til að skipa megi hann í embætti hæstaréttardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 4. gr., en ákvæði 5. mgr. 31. gr. um aldurshámark gilda ekki um varadómara.

2. gr.

     Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 9. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er heimilt að setja dómara skv. 1. mgr. þótt hann hafi náð 70 ára aldri.

3. gr.

     Í stað ártalsins „2013“ í 43. gr. laganna kemur: 2014.

4. gr.

     44. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 46. gr., svohljóðandi:
     Ef sérstaklega stendur á vegna anna má ráðherra, þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 8. gr., skipa varadómara samkvæmt tillögu forseta Hæstaréttar til að taka sæti í tilteknu máli við dóminn þótt sæti einskis hæstaréttardómara sé autt vegna vanhæfis, leyfis eða forfalla.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.
     Ákvæði 46. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga þessara, fellur úr gildi 31. desember 2015.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2012.