Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 875, 141. löggjafarþing 513. mál: atvinnuleysistryggingar (greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks o.fl.).
Lög nr. 142 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.


I. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins“ í b-lið 3. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu „lífeyrissjóðir“ í 4. mgr. kemur: hlutaðeigandi stéttarfélög, félög og heildarsamtök stéttarfélaga sem reka sjúkra- eða styrktarsjóði fyrir launafólk á innlendum vinnumarkaði.
  3. Við 6. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þegar Vinnumálastofnun upplýsir umsækjanda um að stofnunin hafi samþykkt umsókn um atvinnuleysisbætur skal hún jafnframt upplýsa hlutaðeigandi um með hvaða hætti stofnunin mun koma upplýsingum eða öðrum boðum til hans meðan á atvinnuleit hans stendur. Komi Vinnumálastofnun upplýsingum eða boðum til umsækjanda með þeim hætti sem stofnunin hefur tiltekið við hlutaðeigandi teljast upplýsingarnar eða boðin hafa borist með sannanlegum hætti samkvæmt lögum þessum.


3. gr.

     Í stað tölunnar „16“ í b-lið 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: 18.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 16. gr. laganna:
  1. Orðin „eða eftir atvikum viðmiðunarfjárhæð hlutaðeigandi ráðherra, sbr. b-lið 3. gr., fyrir reiknað endurgjald í viðkomandi starfsgrein“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða launamann sem starfar hjá eigin félagi, svo sem einkahlutafélagi eða samlagsfélagi, skal miða við reglur ríkisskattstjóra, sbr. b-lið 3. gr., um reiknað endurgjald í viðkomandi starfsgrein.


5. gr.

     Í stað tölunnar „16“ í b-lið 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 18.

6. gr.

     Í stað orðanna „hlutaðeigandi ráðherra“ í 1. mgr. og tvívegis í 2., 3. og 4. mgr. 19. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

7. gr.

     Í stað orðanna „hlutaðeigandi ráðherra“ í 1. mgr. 24. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

8. gr.

     1. mgr. 35. gr. laganna orðast svo:
     Atvinnuleysisbætur skulu greiddar fyrsta virka dag hvers mánaðar og skulu þær greiddar eftir á fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði þannig að miðist við fyrsta til síðasta dag viðkomandi mánaðar.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. mgr. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. mgr. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: enda hafi hann fengið greiddar atvinnuleysisbætur skemur en samtals 30 mánuði á sama tímabili skv. 29. gr.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. og 2. málsl. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðanna „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 1. og 2. málsl. 1. mgr.


12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 5. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. mgr. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.


13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 58. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. mgr. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. mgr. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 61. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist: enda hafi hann fengið greiddar atvinnuleysisbætur skemur en samtals 30 mánuði á sama tímabili skv. 29. gr.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi hinn tryggði fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. þegar atvik sem lýst er í 1. málsl. á sér stað skal hinn tryggði ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann uppfyllir skilyrði 31. gr.
  3. 3. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðanna „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 1. málsl. 1. mgr.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku atvinnuleitanda í starfs- eða námstengdum vinnumarkaðsúrræðum enda telst viðkomandi tryggður samkvæmt lögum þessum þegar þátttaka í úrræði hefst. Enn fremur er heimilt að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn samkvæmt lögum þessum í starfs- og námstengdum vinnumarkaðsúrræðum í allt að tólf mánuði frá þeim tíma er þeir fengu síðustu greiðslu atvinnuleysisbóta skv. VII. kafla. Jafnframt er heimilt að veita styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna þátttöku aðila sem um getur í 1. og 2. málsl. í atvinnutengdri starfsendurhæfingu enda mun viðkomandi starfsendurhæfingaráætlun nýtast hlutaðeigandi atvinnuleitanda beint við atvinnuleit að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar auk þess að vera til þess fallin að skila honum árangri við að finna starf.
  2. Í stað orðanna „Enn fremur“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Þá.
  3. 2. mgr. orðast svo:
  4.      Styrkir skv. 1. mgr. skulu greiðast á grundvelli reglugerðar sem ráðherra setur að fenginni tillögu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs þar sem koma fram nánari skilyrði fyrir greiðslu styrkjanna. Í reglugerðinni er jafnframt heimilt að takmarka greiðslu styrkjanna við einstök átaksverkefni sem ætlað er að stuðla að þátttöku atvinnuleitenda að nýju á vinnumarkaði og/eða einstaka hópa atvinnuleitenda.


17. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Sá sem hefur verið tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 36 mánuði eða lengur en þó skemur en 42 mánuði á árinu 2013 getur átt rétt á sérstökum styrk sem nemur fyrri rétti hlutaðeigandi innan atvinnuleysistryggingakerfisins í allt að sex mánuði til viðbótar en þó aldrei til lengri tíma en að því tímamarki að viðkomandi býðst starfstengt vinnumarkaðsúrræði eða úrræði á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Samanlagður tími þar sem viðkomandi hefur annars vegar fengið greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt ákvæðum laga þessara og hins vegar styrk samkvæmt ákvæði þessu getur þó aldrei orðið lengri en samtals 42 mánuðir.
     Þegar atvinnuleitanda býðst úrræði, sbr. 1. mgr., fellur niður réttur hlutaðeigandi til styrks skv. 1. mgr.
     Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2013.
     
     b. (II.)
     Sá sem hefur verið tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða V á gildistíma þess getur sótt um og fengið viðurkennt að sá tími teljist hluti tímabils skv. 29. gr. þannig að einungis skal reikna hvern dag sem viðkomandi fékk greiddar hlutfallslegar atvinnuleysisbætur sem hálfan dag.

II. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, nr. 51/1995, með síðari breytingum.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „á hverju almanaksári, sbr. þó einnig 4. mgr.“ í 3. mgr. kemur: á tímabilinu 1. janúar til 30. júní og fyrstu þremur dögunum á tímabilinu 1. júlí til 31. desember á hverju almanaksári, sbr. þó einnig 4. mgr. Enn fremur á fyrirtæki ekki rétt á greiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði er tímabundna vinnslustöðvun ber upp á föstudag og fimmtudagurinn á undan er lögbundinn frídagur.
  2. Orðin „auk lífeyrissjóðsiðgjalds og tryggingagjalds atvinnurekenda“ í 4. mgr. falla brott.
  3. Í stað orðanna „20 greiðsludaga“ og „45 greiðsludaga“ í 4. mgr. kemur: 15 greiðsludaga; og: 35 greiðsludaga.


19. gr.

     Í stað orðanna „að opinberri tilhlutan“ í 2. málsl. 4. gr. laganna kemur: samkvæmt vottuðum námskrám viðurkenndra fræðsluaðila, sbr. lög um framhaldsfræðslu.

20. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2012.