Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 776, 141. löggjafarþing 479. mál: vegabréf (gildistími almenns vegabréfs).
Lög nr. 153 28. desember 2012.

Lög um breytingu á lögum um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum (gildistími almenns vegabréfs).


1. gr.

     Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Gildistími almenns vegabréfs er tíu ár frá útgáfudegi en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára. Heimilt er að lengja þann tíma eftir því sem ákveðið er í reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2013.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.