Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1237, 141. löggjafarþing 502. mál: ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi (afnám heimildar til að veita stofnfjárstyrki).
Lög nr. 25 20. mars 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, með síðari breytingum.


1. gr.

     8. gr. laganna ásamt fyrirsögn fellur brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
  1. 1. tölul. orðast svo: Tekjuskattshlutfall viðkomandi félags skal, í þann tíma sem kveðið er á um í 3. mgr., vera 18%.
  2. 4. tölul. orðast svo: Félagið skal undanþegið stimpilgjöldum af öllum stimpilskyldum skjölum sem félagið gefur út eða stofnað er til í tengslum við uppbyggingu viðkomandi fjárfestingarverkefnis.
  3. Í stað hlutfallstölunnar „30%“ í 6. tölul. kemur: 50%.
  4. Í stað hlutfallstölunnar „20%“ í 7. tölul. kemur: 50%.


3. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi og koma til framkvæmda þegar samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á ákvæðum laganna liggur fyrir.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 2013.