Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1336, 141. löggjafarþing 669. mál: gjaldeyrismál (rýmkun heimilda o.fl.).
Lög nr. 35 3. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (rýmkun heimilda, aukið eftirlit, hækkun sekta o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. b laganna:
 1. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir sem verða 2. og 3. málsl., svohljóðandi: Fjármagnshreyfingar milli landa vegna innflutnings á erlendum gjaldeyri á innlánsreikning hjá innlendri lánastofnun skulu undanþegnar takmörkunum 1. mgr. Undanþága 2. málsl. tekur þó ekki til fjármagnshreyfinga milli landa þegar greiðandi er innlendur aðili og viðtakandi er erlendur aðili.
 2. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: hans erlendis.
 3. Í stað fjárhæðanna „3.000.000 kr.“, „6.000.000 kr.“ og „2.000.000 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 6.000.000 kr.; 12.000.000 kr.; og: 4.000.000 kr.
 4. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi erlendur aðili fullnýtt framfærsluheimild samkvæmt ákvæði þessu getur viðkomandi aðili sótt um undanþágu til Seðlabanka Íslands, sbr. 13. gr. o, vegna hækkunar á framfærsluheimild.
 5. Á eftir orðunum „í eigu einstaklings“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: sem er erlendur aðili.
 6. Á eftir orðunum „lögum þessum“ í 1. tölul. 3. mgr. kemur: aðrar en vegna vöru- og þjónustuviðskipta.
 7. Á eftir orðunum „sem ekki“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: eiga að.
 8. Í stað orðsins „gjaldmiðli“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: gjaldeyri, sbr. ákvæði til bráðabirgða II.
 9. 3. tölul. 3. mgr. fellur brott.
 10. Á eftir 3. tölul. 3. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Fjármagnshreyfingar vegna greiðslu andvirðis tjónabóta eða arfs sem einstaklingi hefur tæmst við dánarbússkipti þar sem greiðslan fer fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.
 11. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 12.      Reikningar erlendra fjármálafyrirtækja í innlendum gjaldeyri (Vostro-reikningar) teljast ekki til reikninga hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, sbr. skilyrði 1.–4. tölul. 3. mgr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. c laganna:
 1. Í stað orðanna „samkvæmt ákvæðum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: sem undanþegnar eru samkvæmt ákvæðum 13. gr. f.
 2. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: vegna slíkra greiðslna til erlendra aðila.
 3. Á eftir orðunum „innlendra aðila“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: þar sem innlendur gjaldeyrir er hluti af viðskiptunum.
 4. Á eftir orðinu „fjármagnshreyfinga“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sem undanþegnar eru.
 5. Á undan orðunum „2. mgr. 13. gr. k“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sem undanþegnar eru skv.
 6. Við 2. málsl. 3. mgr. bætist: hans erlendis.
 7. Í stað fjárhæðanna „3.000.000 kr.“, „6.000.000 kr.“ og „2.000.000 kr.“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: 6.000.000 kr.; 12.000.000 kr.; og: 4.000.000 kr.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. d laganna:
 1. Orðin „innlendra aðila“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Á undan orðinu „gjaldeyri“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: erlendum.
 3. Orðin „nema samkvæmt sérstakri heimild í lögum þessum“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 4. Á eftir orðinu „úttektir“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: erlends gjaldeyris.
 5. Á undan orðinu „gjaldeyririnn“ í 1. málsl. 1. tölul. 2. mgr. kemur: erlendi.
 6. Í stað orðanna „upphæð sem samsvarar meira en“ í 2. tölul. 2. mgr. kemur: allt að jafnvirði.
 7. Orðin „á kaup- eða úttektardegi“ í 2. tölul. 2. mgr. falla brott.
 8. Á undan orðinu „gjaldeyrisins“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: erlenda.
 9. Á undan orðinu „gjaldeyri“ í 3. mgr. kemur: erlendum.
 10. Í stað orðsins „tveggja“ í 3. mgr. kemur: oþriggja.
 11. Á eftir orðunum „erlendan gjaldeyri“ í 4. mgr. kemur: fyrir allt að 350.000 kr.
 12. Við 4. mgr. bætist: í þeim tilgangi að nýta þann erlenda gjaldeyri til vöru- og þjónustuviðskipta.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. e laganna:
 1. Í stað orðanna „arð- og vaxtagreiðslna“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: arðgreiðslna og afborgana vaxta og höfuðstóls.
 2. Í stað orðanna „tveggja vikna“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: sex mánaða.
 3. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 3. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. f laganna:
 1. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um fasteignakaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
 2. Við bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
 3.      Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í fasteign, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíkrar fasteignar nýttir í heild eða að hluta til að fjárfesta aftur í annarri fasteign innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 1. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 2. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l. Leigutekjur sem innlendur aðili fær af fasteign sinni erlendis er heimilt að nýta til að greiða fyrir rekstrarkostnað af þeirri fasteign þrátt fyrir 13. gr. l. Með rekstrarkostnaði er m.a. átt við greiðslur afborgana af láni sem hvílir á og/eða tekið var vegna kaupa á fasteigninni.
 4. Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í vélknúnu ökutæki, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíks vélknúins ökutækis nýttir í heild eða að hluta til að fjárfesta í öðru vélknúnu ökutæki innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 4. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.
 5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 6.      Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. skal einstaklingum sem eru innlendir aðilar heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands. Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin á farartækinu hafi hlotið staðfestingu Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. g laganna:
 1. Orðin „lántökur og“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Á eftir orðinu „lánveitingar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: innlendra aðila til erlendra aðila.
 3. Við bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
 4.      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu lántökur innlendra aðila hjá erlendum aðilum í erlendum gjaldeyri sem uppfylla eftirfarandi skilyrði vera heimilar:
  1. Lánstími sé eigi skemmri en tvö ár.
  2. Gjaldeyrisyfirfærslur vegna lánsins séu í samræmi við ákvæði 13. gr. l.
  3. Lánasamningar, þ.m.t. allir viðaukar og fylgiskjöl, séu sendir til þess fjármálafyrirtækis sem annast fjármagnshreyfingar, innan viku frá undirskrift slíkra samninga.

 5. Orðin „lánveitingar og“ í 3. mgr. falla brott.
 6. Í stað orðanna „til erlendra aðila“ í 3. mgr. kemur: hjá erlendum aðilum.
 7. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Allar skilmálabreytingar sem gerðar eru á lántökum og lánveitingum milli innlendra aðila og erlendra aðila, m.a. breytingar á greiðslu afborgana höfuðstóls og vaxta, breytingar á gjalddögum og/eða breytingar vegna aðilaskipta að slíkum kröfuréttindum, teljast ný lántaka og lánveiting í skilningi 1. mgr.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. h laganna:
 1. Í stað orðanna „á milli innlendra og“ í 1. mgr. kemur: til.
 2. Við 2. mgr. bætist: eða um ábyrgðir sem veittar eru í tengslum við lántökur innlendra aðila hjá erlendum aðilum, sem ekki teljast til tengdra aðila, og uppfylla skilyrði 3. mgr. 13. gr. g.


8. gr.

     Við 13. gr. i laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur sem kveða á um undanþágur frá banni 1. mgr. sem m.a. fela í sér heimild til afleiðuviðskipta á sérstökum markaði. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. j laganna:
 1. Á eftir orðunum „Fjármagnshreyfingar á milli landa“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra.
 2. Í stað orðsins „reglum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lögum.
 3. Í stað orðanna „1. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2. mgr.
 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Með vöxtum skv. 1. mgr. er aðeins átt við vexti af innstæðum í innlendum fjármálafyrirtækjum, áfallna vexti af skuldabréfum sem útgefin eru af innlendum aðilum og vexti af lánssamningum þar sem erlendur aðili er lánveitandi og innlendur aðili lántaki.
 6. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 7.      Fyrirframgreiðslur og greiðslur vegna gjaldfellinga eða gjaldþrotaskipta teljast ekki til samningsbundinna afborgana í skilningi 1. mgr.
       Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna greiðslna samkvæmt ákvæði þessu skulu hafa hlotið staðfestingu Seðlabanka Íslands áður en þær eru framkvæmdar. Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. k laganna:
 1. Í stað orðsins „reglum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: lögum.
 2. Í stað orðanna „1. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 2. mgr.
 3. Orðin „1. mgr.“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.


11. gr.

     Í stað orðanna „til fjármálafyrirtækis“ í 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. l laganna kemur: á innlánsreikning í eigu þess innlenda aðila hjá fjármálafyrirtæki.

12. gr.

     Í stað orðanna „13. gr. m“ í 1. og 2. mgr. 13. gr. n laganna kemur: 13. gr. l.

13. gr.

     13. gr. p laganna orðast svo:
     Skylt er, að viðlögum dagsektum skv. 15. gr. h, að veita Seðlabanka Íslands allar þær upplýsingar er varða gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar sem hann telur nauðsynlegar svo hann geti fylgst með því að starfsemi aðila sé í samræmi við ákvæði 13. gr. a – 13. gr. o, ákvæði til bráðabirgða II, ákvæði 1. mgr. 8. gr. og önnur ákvæði sem standa í tengslum við takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann sem hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Seðlabankans. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum.
     Þegar takmarkanir samkvæmt ákvæði 13. gr. a – 13. gr. o, ákvæði til bráðabirgða II, ákvæði 1. mgr. 8. gr. og öðrum ákvæðum sem standa í tengslum við takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum eru ekki lengur til staðar skal Seðlabanki Íslands eyða þeim upplýsingum sem aflað er á grundvelli 1. mgr. þessarar greinar. Það á þó ekki við um gögn er varða meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál og upplýsingar sem liggja til grundvallar niðurstöðum rannsókna á meintum brotum.
     Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd 1. og 2. mgr., svo sem um skráningar- og tilkynningarskyldu vegna reikninga innlendra aðila í erlendum innlánsstofnunum, framlagningu gagna, almenna upplýsingagjöf og gerð eyðublaða.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. a laganna:
 1. Við 3. tölul. 2. mgr. bætist: eða reglum sem settar eru á grundvelli hennar.
 2. Við 7. tölul. 2. mgr. bætist: eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „20 millj. kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 65 millj. kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „75 millj. kr.“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 250 millj. kr.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Við 3. tölul. bætist: eða reglum sem settar eru á grundvelli hennar.
 2. Við 4. tölul. bætist: eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra.


16. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. mars 2013.