Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1398, 141. löggjafarþing 618. mál: stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík (opinber framkvæmd).
Lög nr. 53 9. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, nr. 64/2010, með síðari breytingum (opinber framkvæmd).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Markmið og tilgangur Nýs Landspítala ohf. er að standa að nauðsynlegum undirbúningi útboðs byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.
  2. 2. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Um fullnaðarhönnun, byggingu og útboð hins nýja spítala skulu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001.
  3. Í stað „1. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 1. mgr. 1. gr.
  4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Ráðherra er heimilt að ákveða að tilteknir skýrt afmarkaðir, minni byggingarhlutar, eða byggingar, séu boðnir út í formi langtímaleigu.


3. gr.

     5. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna undirbúnings útboðs fullnaðarhönnunar.

5. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2013. Þó öðlast 4. gr. þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. mars 2013.