Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 69, 142. löggjafarþing 11. mál: Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu (val stjórnarmanna).
Lög nr. 89 12. júlí 2013.

Lög um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (val stjórnarmanna).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sjö menn“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: níu menn.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Fyrir stjórnarkjör á aðalfundi skal Alþingi tilnefna, með hlutbundinni kosningu, níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins tilnefna einn mann og annan til vara á löglega boðuðum fundi og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt í stjórn Ríkisútvarpsins.
  6. 4. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. júlí 2013.