Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 291, 143. löggjafarþing 146. mál: síldarútvegsnefnd og sjóðir í þágu síldarútvegsins (síldarrannsóknasjóður).
Lög nr. 122 11. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 43/1998, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins (síldarrannsóknasjóður).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 8. gr. laganna er heimilt að greiða 31 millj. kr. úr sjóði samkvæmt ákvæðinu á árinu 2013.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. desember 2013.