Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 430, 143. löggjafarþing 164. mál: svæðisbundin flutningsjöfnun (byggðakort, styrktarsvæði og gildistími).
Lög nr. 132 23. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, með síðari breytingum (byggðakort, upptalning sveitarfélaga, gildistími).


1. gr.

     1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Byggðakort: Kort af Íslandi sem samþykkt er af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fyrir tiltekið tímabil þar sem fram kemur á hvaða svæðum á Íslandi er heimilt að veita byggðaaðstoð og að hvaða marki slík aðstoð er heimil.

2. gr.

     Á eftir orðinu „Langanesbyggð“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Tjörneshreppur.

3. gr.

     Í stað orðanna „31. desember 2013“ í 11. gr. laganna kemur: 31. desember 2020.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2013.