Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 428, 143. löggjafarþing 132. mál: verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, sameignarfélög og fyrirtækjaskrá (flutningur firmaskrár).
Lög nr. 137 27. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007, og lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003 (flutningur firmaskrár frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár).


I. KAFLI
Breyting á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „Í öllum lögsagnarumdæmum á Íslandi skulu sýslumenn“ í 1. gr. laganna kemur: Fyrirtækjaskrá skal.

II. KAFLI
Breyting á lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007.

2. gr.

     Í stað orðsins „sýslumaður“ í 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: fyrirtækjaskrá.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna.
  1. Í stað orðanna „Sýslumenn skrá“ í 1. mgr. kemur: Fyrirtækjaskrá skráir.
  2. Orðin „í umdæmi sýslumanns þar sem heimilisfang félagsins er“ í 2. og 4. mgr. falla brott.
  3. Í stað orðsins „Sýslumaður“ í 6. mgr. kemur: Fyrirtækjaskrá.


III. KAFLI
Breyting á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003.

4. gr.

     Á eftir orðinu „samvinnufélög“ í 3. gr. laganna kemur: sameignarfélög, samlagsfélög, firmu eins manns.

IV. KAFLI
Gildistaka.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2013.