Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 527, 143. löggjafarþing 137. mál: tollalög (úthlutun tollkvóta).
Lög nr. 5 23. janúar 2014.

Lög um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (úthlutun tollkvóta).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 12. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „innflutningsverðs“ í 2. málsl. kemur: að teknu tilliti til heildsöluálagningar.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal tollur ekki vera hærri en 45% af ákveðnum magntolli samkvæmt tollskrá.
  3. Við 3. málsl. bætist: og að viðbættri heildsöluálagningu.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. janúar 2014.