Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1277, 143. löggjafarþing 593. mál: gjaldeyrismál (arður og viðurlagaákvæði).
Lög nr. 67 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum (arður, viðurlagaákvæði).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. j laganna:
  1. 6. mgr. orðast svo:
  2.      Með arði skv. 1. mgr. er aðeins átt við arðgreiðslur á grundvelli hagnaðar vegna reglulegrar starfsemi félags, þó ekki vegna sölu eigna. Greiðslur til hluthafa sem falla til við lækkun hlutafjár, í tengslum við slit á félagi eða til hluthafa sem hafa fengið fullnaðargreiðslu krafna sinna, að hluta eða að öllu leyti með útgáfu hlutafjár í hinu áður skuldsetta félagi, t.d. í samræmi við ákvæði nauðasamnings, teljast ekki arður í skilningi 1. mgr.
  3. Á eftir orðinu „gjaldfellinga“ í 8. mgr. kemur: samkvæmt ákvæðum nauðasamnings.


2. gr.

     Við 16. gr. a laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.