Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1263, 143. löggjafarþing 413. mál: Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (innheimta lífeyrisiðgjalda).
Lög nr. 74 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, með síðari breytingum (innheimta lífeyrisiðgjalda).


1. gr.

     Síðari málsliður 8. gr. laganna verður svohljóðandi: Feli sjóðurinn þriðja aðila, sem til þess er bær, að annast innheimtu iðgjaldanna, enda hafi ekki verið orðið við áskorunum sjóðsins um greiðslu þeirra, skal kostnaður sem af því leiðir greiddur af þeim sem innheimtan beinist að.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.