Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 784, 144. löggjafarþing 405. mál: stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (gildistími laganna o.fl.).
Lög nr. 126 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, með síðari breytingum (gildistími o.fl.).


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fyrirtæki sem eiga í fjárhagsvanda falla utan gildissviðs laga þessara. Sama gildir um fyrirtæki sem íslenska ríkið á útistandandi endurgreiðslukröfu á vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sem heyrir undir ráðherra“ í 4. tölul. kemur: starfrækt samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
  2. 6. tölul. orðast svo: Rannsóknir og þróun: Afmarkað og markvisst verkefni sem er ætlað að afla nýrrar þekkingar eða nýrrar færni sem telst vera til framdráttar fyrir fyrirtækið vegna þróunar nýrrar eða betri vöru, þjónustu eða framleiðsluaðferðar.
  3. 10. tölul. fellur brott.


3. gr.

     Í stað orðanna „1. september“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 1. október.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins“ í 2. málsl. 1. mgr. og sömu orða í 5. mgr. 10. gr. laganna kemur: Ráðherra.
  2. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að veita Rannís upplýsingar um niðurstöðu skattfrádráttar hjá einstökum fyrirtækjum.


5. gr.

     16. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. um hugtökin rannsóknir, þróun, tengdir aðilar og styrkhæfur kostnaður. Þá skal hann í reglugerð mæla nánar fyrir um gildissvið laga þessara skv. 2. gr.

6. gr.

     Í stað ártalsins „2014“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: 2019.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2015 og gilda um umsóknir sem berast eftir þann tíma.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2014.