Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1514, 144. löggjafarþing 669. mál: dómstólar (fjöldi hæstaréttardómara).
Lög nr. 37 8. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum (fjöldi hæstaréttardómara).


1. gr.

     46. gr. laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 4. gr. skal tala hæstaréttardómara frá 1. september 2015 vera 10 en ekki skal skipa í embætti hæstaréttardómara sem losna eftir 31. desember 2016 fyrr en þess gerist þörf til að ná þeirri tölu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 4. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.