Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1590, 144. löggjafarþing 643. mál: innflutningur dýra (erfðaefni holdanautgripa).
Lög nr. 48 8. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum (erfðaefni holdanautgripa).


1. gr.

     Á eftir orðunum „auk svína“ í orðskýringunni Einangrunarstöð í 1. gr. laganna kemur: og nautgripa.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „svína og erfðaefnis þeirra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og erfðaefnis holdanautgripa.
  2. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Í stað orðsins „svína“ í 1. málsl. 2. mgr. og orðsins „Svín“ í 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: svína og holdanautgripa; og: Svín og holdanautgripi.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Matvælastofnun (yfirdýralækni) er heimilt að veita leyfi til innflutnings á djúpfrystu svínasæði og erfðaefni holdanautgripa að uppfylltum skilyrðum sem greinir í 8. gr. Einnig má setja skilyrði sem lúta að rannsókn erfðaefnis og dýra sem vaxið hafa af innflutta erfðaefninu á einangrunartíma og heilbrigðisástandi og aðbúnaði á því búi þar sem óskað er eftir að nýta erfðaefnið. Komi í ljós að skilyrðum þessum er ekki fullnægt eða Matvælastofnun (yfirdýralæknir) telur smitsjúkdómahættu af erfðaefninu eða dýrum sem vaxið hafa af því af öðrum ástæðum skal afturkalla leyfið, eyða erfðaefninu og lóga dýrunum.


3. gr.

     Á eftir 18. gr. laganna kemur ný grein, 18. gr. a, svohljóðandi:
     Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum skal greiða gjald sem ekki er hærra en raunkostnaður til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum:
  1. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar,
  2. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. kostnaði af aðstöðu, áhöldum, búnaði, þjálfun og ferðalögum, svo og tengdum kostnaði,
  3. kostnaði við sýnatöku og greiningu á rannsóknastofu.

     Matvælastofnun framkvæmir viðbótareftirlit. Raunkostnað af viðbótareftirliti ber innflytjandi. Framkvæma má viðbótareftirlit þrátt fyrir að vottorð frá viðurkenndum kynbótabúum eða sæðingarstöðvum liggi fyrir.
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd og inntak eftirlits, umsýslu og skjalaskoðunar Matvælastofnunar og skal hann gefa út gjaldskrá að fengnum tillögum stofnunarinnar. Ráðherra skal afla umsagnar hlutaðeigandi hagsmunasamtaka og kynna þeim efni og forsendur reglugerðar og/eða gjaldskrár með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Hafi umsagnir þeirra ekki borist ráðherra að mánuði liðnum er honum þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
     Gjald skv. 1. mgr. skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi. Innheimta má gjaldið með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Matvælastofnun er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.