Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1537, 144. löggjafarþing 514. mál: lax- og silungsveiði (meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélags).
Lög nr. 50 8. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum (meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga).


1. gr.

     Á eftir d-lið 1. mgr. 37. gr. laganna kemur nýr stafliður, svohljóðandi: að nýta eignir veiðifélags og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn; heimilt er veiðifélagi að ráðstafa eign félagsins utan veiðitíma og þá til skyldrar starfsemi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.