Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1539, 144. löggjafarþing 408. mál: lyfjalög (auglýsingar).
Lög nr. 53 8. júlí 2015.

Lög um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (auglýsingar).


1. gr.

     1. og 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Í lyfjaauglýsingu skal tilgreina nafn markaðsleyfishafa, heiti lyfs, virk efni og helstu ábendingar og frábendingar er varða notkun hlutaðeigandi lyfs. Upplýsingar um pakkningastærðir, verð, stærð skammta og helstu atriði önnur um notkun og aukaverkanir skal tilgreina í lyfjaauglýsingunni eða birta vísun á fylgiseðil með lyfinu og/eða samantekt á eiginleikum lyfsins á vef Lyfjastofnunar.

2. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2015.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.