Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1578, 144. löggjafarþing 30. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða).
Lög nr. 54 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: skulu hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum markaði.
  2. Í stað orðsins „markaðurinn“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: skipulegur markaður.
  3. Á eftir 1. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Að því viðbættu er heimilt að fjárfesta fyrir allt að 5% af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem falla undir 1., 2., 5., 6., 8. og 9. tölul. 1. mgr. og verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF). Með markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) er átt við markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum, sem rekið er á grundvelli leyfis frá Fjármálaeftirlitinu.


2. gr.

     Við a-lið 1. mgr. 36. gr. a laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að því viðbættu er heimilt að fjárfesta fyrir allt að 5% af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF).

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.