Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1517, 144. löggjafarþing 581. mál: innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (undantekningar frá tryggingavernd).
Lög nr. 61 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum (undantekningar frá tryggingavernd).


1. gr.

     1. tölul. 6. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: innstæður í eigu fjármálafyrirtækja, fjármálafyrirtækja í slita- eða gjaldþrotameðferð og fyrirtækja sem hafa misst starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda á næsta gjalddaga iðgjaldagreiðslna í sjóðinn.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.